Hótel Djúpavík

Húsið sem nú er Hótel Djúpavík var byggt á 3ja áratug síðustu aldar fyrir konur sem unnu á söltunarplaninu við söltun síldar. Þá kallaðist það Kvennabragginn. Það var síðan gert upp árið 1985 og það sumar komu síðan fyrstu gestirnir á hótelið.

Bóka núna
Herbergin

Á efri hæð hótelsins eru 8 hlýleg tveggja manna herbergi með handlaugum. Á gangi eru snyrtingar með karla- og kvennasalernum og steypiböðum.

Matsalurinn

Við bjóðum upp á morgunverðarhlaðborð og kvöldmat í matsal sem er mjög sérstakur og fallegur. Kaffi og te eru frítt og brauð og kökur eru á boðstólum yfir daginn, ásamt léttum veitingum í hádeginu.